Þetta pönnubrauð er langbesta heimasamloka sem ég hef fengið og sáraeinfalt

Það sem þarf:
smjörklípa
2 brauðsneiðar
ostur
1 egg
mjólkursletta
season all+pipar

Aðferð:
Brjótið egg í skál og slettið örlítið af mjólk útí. Hrært vel saman með gaffli. setjið ost á annað brauðið (mér finnst best að hafa mikinn ost, ca.9 sneiðar) og setjið hitt ofan á. Veltið samlokunni vel upp úr hrærunni án þess að aðskilja brauðin. Hitið pönnuna á lágan hita og setjið smjör útá. Látið samlokuna á pönnuna í smástund og kryddið. Þegar samlokan er orðin svona appelsínugul undir snúið þið henni við. Stingið með spaða í gegn, án þess að taka bút úr brauðinu. Eftir ca. 1 mínútu er þetta tilbúið og borið fram með tómatsósu.

Þetta er tilgangur lífsins skal ég segja þér!