Nú…þetta er alveg HRYLLILEGA einfaldur réttur. Ég set einföldustu útgáfuna af honum hér, en það er auðvitað alltaf hægt að bæta einhverju öðru við.

Hráefni:

Hálfur pakki sætar baunir (einhverskonar baunabelgir)
Hálfur laukur (alveg sama hvernig)
Salt
Pipar
Smjör
Aðferð:

Setjið smjörið og baunirnar á pönnu og hitið þar til baunirnar verða pínulítið brúnar (Engar áhyggjur…smjörið á að bráðna…;D). Á meðan baunirnar eru að brúnast þá kryddaru þær eftir smekk með salti og pipar (mátt setja eitthvað annað, ef þú vilt) og skerð laukinn niður í hringi eða litla teninga. ALLS EKKI OF LITLA!
Þegar baunirnar hafa brúnast seturðu laukinn líka á pönnuna blandar saman. Saltið og piparinn fer þá líka á laukinn. Laukurinn á að brúnast líka áður en þú tekur þetta af pönnunni og borðar með fersku grænmeti.

(Má líka setja fullt af öðru grænmeti í réttinn, s.s. kúrbít, gulrætur, rófur etc.)

Njótið vel…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*