Hæ, þetta er þvílíkt góð uppskrift, en það er frekar langt síðan ég gerði þetta síðast svo þið verðið bara að prófa ykkur áfram. Auk þess eru hérna örugglega fullt af villum, bæði stafsetningavillum og eitthvað varðandi matargerð, (ég er ekki mjög sleip í henni) en ég vona að þetta verði samþykkt. Skítaköst vinsamlegast afþökkuð en endilega seigið mér til ef það er eitthvað sem stenst ekki í uppskrftinni.


Þið byrjið á að hita pönnu.

Svo hrærið þið saman hráu eggi og svona hálfum til einum bolla af mjólk.

Takið tvær brauðsneiðar og dýfið ofan í eggjahræruna þannig að þær blotni í gegn (eða hvernig sem maður orðar það) og létur á pönnuna

Steikið báðum megin svo að brauðsneiðirnar verði brúnar.

Þá stráið þið kanilsykri eftir smekk ofan á brauðin og setið á disk og borðið mmeð bestu list. =o)

Ps: Það er hægt að gera þetta auðveldara og smyrja bara brauð með smjöri og strá kanilsykri á, og skella þessu þá bara í örbylgjuna.
Alvöru riddararnir seu samt betri (eða það finnst mér.)

Takktakk og njótið vel!