Mig langaði bara að gera ósköp einfalda uppskrift af fylltum sveppum, það mætti varla kalla þetta uppskrift.

Hráefni:
4 sveppir
1/7 paprika , litur eftir smekk
1/4 hvítur laukur
ostur

Krydd:
persónulega nota ég pipar og basilikum.

Aðferð:
Forhitið ofninn á meðan þið útbúið sveppina. Þvoið þá vandlega og takið stilkinn af. Skerið laukinn mjög smátt og skiptið honum jafnt í holuna eftir stilkinn, passið að það sé pláss fyrir paprikuna. Fínsaxið paprikuna og setjið yfir laukinn. Rífið ostinn og setjið ofaná þannig að hann myndi einskonar húfu fyrir fyllinguna þegar hann bráðnar í ofninum. Kryddið eftir smekk, setjið í ofninn og bakið þar til osturinn er að verða brúnn.

má borða með alskonar drykk, helst ekki grænmeti því að þetta er ætlað sem forréttur(að því er ég held)

takk fyrir og verði ykkur að góðu.<br><br>…………………………………………..

<i><font color=“purple”>Welcome to my world
-Seth Cohen</font></i
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*