Uppáhalds grillsamlokan mín er eftirfarandi:

Tvær brauðsneiðar (helst franskbrauð, ég er svoddan óhollustufrík) smurðar með blaðlauks-smurosti, smátt saxaður púrrulaukur settur báðar sneiðar. Skinkusneið eða skinkustrimlar settir á aðra sneiðina (persónulega finnst mér betra að hafa skinkustrimla því annars á skinkan það til að koma út í heilu lagi þegar ég bít í heita samlokuna) og ostsneiðar settar yfir, helst nota ég skólaost því hann finnst mér bestur. Hvernig ostur verður fyrir valinu er undir þeim komið sem ætlar að borða samlokuna en þó er gott að hafa í huga að fituminni ostar bráðna ekki eins vel. Brauðsneiðarnar eru svo lagðar saman og settar í samlokugrillið. Grillið þar til allur ostur hefur bráðnað vel.

Þessi samloka er engu lík og sú besta sem ég hef smakkað. Þó er hún best borin fram með ísköldu kóki.

Kveðja
Tzipporah