Hér er smá uppskrift sem ég bjó til í gær…súper gott!! Þó ég segji sjálf frá :)

500 gr. nautahakk
1 dós tómatar
1 dós salsa sósa
1 rauðlaukur
1 avocado
1 rauð paprika
1 ferskur rauður chili (eða grænn)
2 hvítlauksgeirar
1 dós nýrnabaunir
1 tsk. svartur pipar
1/2 tsk. chyanne pipar
Tortilla kökur
Ostur

Aðferð: Steikið nautahakkið, laukinn, paprikuna, chili og hvítlauk á pönnu. Bætið nýrnabaunum og tómötum saman við. Kryddið. Skerið avocado í bita. Leggið tortilla kökurnar í eldast mót og smyrjið salsasósu yfir og avocado bitar látnir ofan á, svo kjöt. Hafið 3-4 lög. Setjið ost yfir og hitið í 200°heitum ofni í 15-20 mín. Gott er að bera þetta fram með salsa sósu, sýrðum rjóma og fersku salati.