Kæru matgæðingar nú er ég alveg komin í þrot.
Um nokkra hríð núna hefur mig langað alveg geypilega mikið í ostafondú. (Er ófrísk og þetta er ein af mínum svona cravings). En nú vill svo til að osta og smjörsalan er hætt að framleiða blokkostinn sem maður notaði alltaf í þetta í gamla daga og er í staðinn með eitthvað fondú-mix sem er tilbúið og ógeðslegt á bragðið.

Ég fór því í Ostabúðina og ætlaði að kaupa mér osta til að búa til svona sjálf. Konan þar benti mér á emmentaler og sagði mér svo að bæta einhverju öðrum ostum út í til að bragðbæta. Ég þáði ráð hjá henni og endaði með emmentaler og svartan gouda. En þegar á hólminn var komið varð þetta bara eins og ein stór tyggjóklessa með fitu brák yfir. Það var eins og osturinn skipti sér bara og var þykkt stýft drullumall á botninum, sem engin leið var að dýfa brauði í, en fljótandi fitubrák yfir, sem bragðaðist ekki nógu vel.

Ég fór því í Ostahúsið í Hafnarfirði til að gera aðra tilraun. Þar var hinn hæstráðandi ekki við heldur einungis ung óreynd afgreiðslustúlka sem ekki hafði mikið vit á fondú. Við flettum í nokkrum uppskriftabókum sem hún hafði við höndina, en hvergi mátti finna fondú. Hún benti okkur líka á þennan emmentaler og þar sem allir virtust benda á hann ákváðum við að þessi klessa hlyti að hafa verið svarta goudanum að kenna. Við fórum því núna heim með emmentaler og brakkletost. Allt fór á sama veg. Klessa og fitubrák. Nú er ég farin að hallast að því að emmentalerinn eigi sökina á þessu.

Er einhver hérna sem lumar á góðri ostafondú uppskrift?
Ein sem er að deyja úr löngun
Kveðja
Tzipporah