Heil og sæl öll sömul.
Ég stóð í því að halda barnaveislu hér helgina eftir páska og var búin að fá mig full sadda af börnum í sykursjokki svo ákveðið var að halda sykurlausa veislu.
Á boðstólum var eftirfarandi:

Litlar útskornar samlokur. Brauðtertubrauðsneiðar teknar og smurðar (ég notaði kavíar og kæfu) og skorið út úr þeim með piparkökuformum. Einnig skar ég út blóm smurði botninn með smjöri en skar lítinn hring úr efri partinum, setti svo rauða sultu í gatið. Þetta kom mjög vel út og sló alveg í gegn hjá krökkunum.

Niðurskornir ávextir. Bananar, appelsínur, epli, vínber og jarðarber. Allskyns ávextir og ber koma vel til greina, en þó ber að hafa í huga að mörg börn hafa ofnæmi fyrir jarðarberjum og kíví, best að athuga allt svoleiðis áður en veislan hefst.

Léttsaltað popp.

Ávaxtasafi að drekka.

Þetta var mjög skemmtilegt boð, krakkarnir voru mjög kátir og enginn kvartaði hið minnsta, allra síst foreldrarnir sem gátu auðveldlega svæft börnin sín um kvöldið. Einnig var minna um læti í veislunni en oft áður hér á heimilinu.
Mæli eindregið með þessu.
Kveðja
Tzipporah