Lárus Gunnar Jónasson, matreiðslumaður á Sjávarkjallaranum kom sá og sigraði í mjög jafnri og erfiðri keppni á milli 12 matreiðslumanna. Í öðru sæti var Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður á Vox, Nordica Hótel og í því þriðja var Sigurður Gíslason einnig frá Vox, Nordica Hótel.

Undan keppnin var haldin föstudaginn 27. febrúar þar sem þessir þrír komust áfram ásamt Alfreð Ómari Alfreðsyni, og Róbert Ólafssyni. Úrslitakeppnin var svo haldin sunnudaginn 29. febrúar og var keppnin jöfn og spennandi.

Lárus Gunnar Jónasson hefur tekið þátt í keppninni um Matreiðslumann ársins áður en árið 2002 lenti hann í þriðja sæti.

Gunnar Karl Gíslason hefur einnig tekið þátt áður í keppninni en hann hafnaði í öðru sæti árið 2002.

Besti árangur Sigurðs Gíslasonar í keppninni er annað sæti en hann hreppti það árið 1999.