200 g sykur

150 g smjörlíki

2 stk. egg

300 g hveiti

1 tsk. vanillu

2 msk. kakó

1 msk. mjólk


Vinnið vel saman sykur og smjörlíki, setjið egg saman við eitt í einu og skafið vel niður á milli, setjið mjólk og vanilludropa í hræruna; síðan hveiti og lyftiduft og vinnið vel saman ca.45-60 sek. Takið einn þriðja frá og blandið kakó og mjólk saman við með sleikju. Hægt er að setja kakóið í á marga vegu, t.d. að setja fyrst helming af hvíta deiginu,svo dökka, svo aftur hvíta yfir, einnig er hvíta deigið sett allt í formið og brúna sett yfir og aðeins þríst ofan í með sleikju. Bakið við 180 gráður í ca. 53-58 mín. Í 28 cm formi, en mun skemur ef notuð eru lítil Álform.