Fljótlagaður og skemmtilegur forréttur sem á við einmitt núna í sláturtíðinni.

Það sem þarf er:

5 stk lambahóstakirtlar(fást í næsta sláturhúsi) per mann.
2,5 dl sósu rjómi
1 bakki sveppir
krydd og kjötkraftur eftir smekk

Kyrtlanir skolaðir og hreinsaðir vel síðan snöggsteiktir á heitri pönnu kryddað eftir smekk, skornir sveppir settir á pönnuna látið krauma í smástund rjómabætt út á bragðbætt og þykkt með maizmjöli ásamt því að bragðbæta með kjötkrafti Varast ber að elda of lengi en þá er hætt við að þeir verði seigir. Tilvalið að bera fram með frekar þurru rauðvíni og nýbökuðu brauði.