Mig langar að deila með ykkur bráðhollum eftirrétti sem mér datt í hug í fyrra. Byrjið á að taka drykkjarjógúrt og látið það vera í frysti í nokkra klukkutíma þar til það verður að krapi (ekki alveg frosið í gegn). Það er mjög gott að setja það í eitthvert ílát sem er auðvelt að ná úr. Skerið svo niður ávexti, t.d. appelsínur, epli, banana, eða jafnvel ber og setjið í skál. Stráið yfir 1-2 msk af kókosmjöli. Hrærið vel saman. Setjið svo drykkjarjógúrtið yfir. Þetta er alveg frábært, kókosmjölið gefur sætt bragð og þetta er líka sniðugt fyrir algera nammigrísi, því þetta er svo hollt. Svo á laugardögum má bæta við súkkulaðibitum, en í raun þarf þess ekki því þetta er svo gott eitt og sér.

NAMMI, NAMM!!!
I´m a daydreamer and a daydream believer