Ég segi nú bara eitt stórt HJÁLP! Þannig er mál með vexti að ég hef aldrei verið sjálfstæð í eldamennsku. Ég hef nokkrum sinnum eldað minni rétti en mamma hefur alltaf verið nálæg. Ég er 19 ára og nú er ég flutt að heiman. Og ekki bara að heiman heldur er ég flutt til útlanda!! Svo mig vantar einhverja uppskriftabók, á íslensku, ensku eða sænsku, skiptir ekki máli. En þetta verður að vera bók sem er með auðvelda og ódýra rétti, eitthvað sem maður eldar á hverjum degi. Einu uppskriftabækurnar sem ég hef séð eru með réttum sem ég myndi ekki einu sinni gera á sunnudögum. Ef einhver getur hjálpað mér þá þigg ég öll ráð :)

Kveðja, johkaren.