Hér er sjónvarpsköku uppskrift sem ég er búin að baka í margar aldir og alltaf jafn góð! ( kannski ekki aldir en samt….)

Til að fullgera kökuna um 45 mín. Að búa til deigið 15-20 mín, bakstur 15 mín fyrst, síðan 10 mín í ofninum með bráð. Hiti 175°C botninn, 200°C með bráð á. ( Vonandi að þið fattið hvað ég er að tala um, hehe)

Botninn:

4 egg
3 dl sykur
4 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
50 g smjörlíki, brætt
2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Stillið ofninn á 175°C, smyrjið ofnskúffuna og hveitistráið.
Þeytið mjög vel egg og sykur.
Hveiti, lyftiduft sigtað saman við eggjafroðuna, blandið varlega saman með sleikju.
Smjörlíki brætt í potti, mjólk og vanilludropum blandað saman við, bætt varlega út í deigið með sleikju. Hellið deiginu í ofnskúffuna, jafnið vel út í hornin.
Bakið við 175°C í 15 mín. á meðan kakan er í ofninum er ofanbráðin búin til.

Ofanbráð:

125 g smjörlíki
2 dl kókosmjöl
1 1/2 dl dökkur púðursykur
4 msk mjólk

Blandið öllu saman í pott og hitið. Hellið ofanbráðinni strax yfir kökuna og jafnið vel yfir, bakið áfram efst í ofninum við 200°C í u.þ.b. 10 mín.

Svona var nú þetta auðvelt!
Prófið;)
—————-