A: Afgreiðslustúlka
V: Ég
Um daginn fór ég á Subway.
A: Gott kvöld, hvernig brauð má bjóða þér?
V: Parmesan.
A: ihh, það er ekki til!
V: Ó. Ok….
A: Bara til heilhveiti og hunangsbrauð.
Þessi brauð eru bæði vond…. en ég lét mig hafa það.
V: Heilhveiti þá bara!
A: Jæja, hvernig viltu, 6“ eða 12”?
V: 6". Og ég vil ekki með osti. (ég borða ekki ost)
Afgreiðslustúlkan byrjaði að setja ost oná.
V: Ég vildi EKKI ost.
A: æjj, já!! Hvernig bát viltu?
V: Kjúklinga.
A byrjaði aftur að fara að seta ost oná.
V: ihh, ég vildi EKKI ost.
A: Já, nú man ég. En sorry það er ekki til kjúklingur, sagði hún og byrjaði að seta ost oná.
Þá var mér NÓG boðið og ég labbaði út.
Þetta var á Subway við Hringbrautina…
Uhh ég þurfti bara aðeins að tjá mig um málið