Þannig var það að ég vildi alltaf gera spagettí eða pasta fyrir kærastann minn, en hann vildi aldrei fá pasta. Svo einn daginn keypti ég ferskt spagettí úti í búð (í rauðu umbúðunum - ekki bláu!) og hafði í matinn, og viti menn?! Nú biður kærastinn ekki um annað!
Það sem er allra best er sem sagt:
ferskt spagettí
hvítlauks-osta baguette frá Hagkaup

Saclá tómatsósa með kirsuberjatómötum og basil EÐA
bráðinn piparostur með því sem þú finnur í ískápnum! (s.s. pepperoni, sveppir, paprika…whatever..!)

Maður er ógeðslega fljótur að matreiða þetta, spagettíið í 4 mín, hita aðeins brauðið í ofni og hita sósuna í örbylgjuofni! Svo er náttúrleg best að hafa FETA salad með!

Mæli eindregið með þessu fyrir þá sem eru ekki allt of hrifnir af pasta og auðvitað fyrir þá sem ELSKA pasta!!!!

Kveðja,
dentist