Mig langaði til að deila með ykkur uppskrift að samloku sem ég sá í þætti sem heitir Nigella bites. Hún er þannig:

Hráefni:
1 buff mozzarella
Franskbrauð
Ólívuolía (ekki extra virgin - of bragðsterk)
2 egg
Hveiti
Mjólk

Þú skerð niður buff mozzarella í sneiðar og svo í strimla.
Þú skorpuskerð franskbrauðið.
Hefur egg í einum disk, hveiti í þeim næsta og mjólkina í þeim síðasta.
Setur ostinn á milli brauðsneiðanna og klemmir kantana vel saman. Veltir samlokunni síðan upp úr egginu, síðan upp úr hveitinu og síðast upp úr mjólkinni.
Þetta steikir þú svo upp úr ólívuolíunni við vægan hita þar til samlokan er gullinbrún. Skerið til helminga og njótið. Eða eins og stendur í uppskriftinni sem ég náði í af netinu (man ekki á hvaða síðu því miður:(), apply to face.

Verði ykkur svo að góðu.
Kv. kolbrunl