Ég ætla hér að koma á framfæri uppskrift að “Grófum bollum”
en mér finnst þær ekkert svo grófar :P en hér er hvað þið þurfið:

UPPSKRIFT

1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
3 tsk þurrger

2 msk matarolía
1/4 tsk salt
1/2 tsk púðursykur

1/2 dl hveitiklíð
1 dl heilhveiti
3 dl hveiti

AÐFERÐ

1. Blandaðu vatni og mjólk í skál. Stráðu gerinu yfir (og láttu
bíða í 5 mín. EKKI NAUÐSYNLEGT!)
2. Bættu matarolíu, púðursykri og salti saman við gerblönduna.
3. Blandaðu heilhveiti, hveitiklíð og hveiti saman við og hrærðu
vel.
4. Hnoðaðu deigið og bættu við örlítið meira vatni ef deigið er of
þurrt. Ef það er of blautt setjið þið hveiti.
5. Mótaðu bollur úr deiginu og raðaðu þeim á plötu.
6. Bakaðu bollurnar í miðjum ofni við 225° í 10-15 mín.
7. Kældu bollurnar á bökunargrind

Hægt er að ssetja smjör eða ost eða hvoru tveggja á bollurnar
að vild. Annars eru þær fínar hráar :P