Hér kemur mjög góð og fljótleg skúffukaka

Botn
6 egg
180 g sykur
120 g hveiti
60 g kartöflumjöl
1 1/2 tsk. lyftiduft
4-5 msk. kakó

Stillið ofninn á 160 °C og smyrjið skúffukökuform (20x30 cm). Þeytið eggin
og sykurinn mjög vel,Sigtið þurrefnin saman við og blandið varlega saman
með sleikju.Hellið i formið.Bakið i 45 min. eða þar til kakan verður nógu
bökuð.
Kælið og setjið svo krem á

Krem
500 g flórsykur
60 g kakó
1 egg
80 g smjör
1 tsk. vanilludropar
2-4 msk. appelínusafi

Bræðið smjörið og blandið öllu saman og vinnið rólega saman þar til allt
er slét og fínt. Smyrjið kreminu á og skreytið með kókos eða nammi.

Það má t.d. breyta kreminu ef þess þarf
Verðið ykkur að góðu