Nú þegar allir eru að hugsa um jólasteikina langar mig að sýna ykkur smá uppskrift sem gerir ykkur kleift að borga fyrir steikina góðu. Makkarónur og ostur er matur eins og hann gerist ódýrastur, það er svo ekki verra að þetta bragðast bara alveg ágætlega :) En svona er uppskriftin:

1 pakki makkarónur (honning)
100 gr. ostur
30 gr. smör
30 gr. hveiti
3 dl. mjólk
1/2 tesk. sinnep (dion t.d.)
Salt og pipar eftir smekk

Ég byrja á því að setja smjörið og hveitið í pott og hræri því saman. Um leið og þetta er að gerast set ég svolítið af vatni í pott, salta það og læt suðuna koma upp. Þegar vatnið er farið að sjóða set ég makkarónurnar útí. Þær þurfa innan við 10 mínútna suðu, passið að ofsjóða þær ekki. Þegar þið eruð búinn að bræða smjörið og hræra hveitið saman við það, og gera úr því nokkurskonar bollu, setjið þið mjólkina útí. Athugið að til að byrja með má bara setja lítið af mjólk í einu. Ef þið setjið alla mjólkina útí í einu eruð þið að tryggja það að þetta verður kekkjótt! Ef þið hafið of mikin hita undir pottinum er hætta á að þið: 1) brennið smjörið þegar þið eruð að bræða það og 2) brennið sósuna. Ég hef helluna hjá mér á 2 (3 er max). Næst setjið þið ostinn útí og svo sinnepið. Setjið salt og pipar - smakkið til. Þegar þessu er lokið er næstum víst að makkarónurnar eru soðnar (muna aldente). Hellið vatninu af þeim og setjið í ostasósuna. Berið fram með bros á vör, sallati og jafnvel góðu brauði. Makkarónurétturinn einn og sér kostar innan við 200 kr. og dugar vel fyrir tvo til þrjá.

Og smá til viðbótar: Eins og þið sjáið er smjörið, hveitið og mjólkin grunnur að uppbakaðri sósu - þegar þið hafið gert þennan litla rétt hafið þið gert uppbakaða ostasósu!

Og önnur viðbót: Ostasósuna er að sjálfsöguð hægt að nota með hvaða pasta sem er. Makkarónurétinn sjálfan má bragðbæta og breyta á ýsman hátt, t.d. má bæta pylsum útí.

Ég vona ef þið reynið þetta að þessi réttur eigi eftir að vera ykkur að skapi. Verði ykkur að góðu!

Kveðja,
deTrix