250 g hafrakex
1 msk. sykur
80 g smjör

Eplafylling
3-4 stk. græn epli
4 msk. sykur
70 g smjör
2 msk. kanilsykur

Ostafylling
350 g rjómaostur
150 g hrein jógúrt
2 msk. sykur
6 stk. matarlím
3 dl rjómi
1 tsk. vanilludropar
1 msk. sítrónudropar

Matreiðsla:
Myljið kexið og bræðið smjörið. Blandið svo öllu saman og þrýstið í formið. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið, skerið í litla bita. Bræðið sykur á pönnu þar til ljós, setjið smjörið saman við og bræðið, setjið eplin út á, veltið upp úr og setjið á botninn. Stráið 2 msk. kanilsykri yfir.
Vinnið rjómaostinn mjúkan með sykri og bætið jógúrti saman við. Vinnið þar til osturinn er orðinn mjúkur. Leysið matarlímið upp í vanillunni og blandið saman við fyllinguna, þeytið rjómann og blandið saman við með sleikju. Setjið í formið og kælið minnst 3-6 klst., en best er kakan daginn eftir og geymist vel í ca. 3-5 daga.
Brúnið eplin þar til þau eru orðin ljósbrún, hellið yfir botninn og dreifið vel úr þeim.
Leggið ostahræruna yfir og smyrjið vel út.