Kíwí-sósa
4 kíwí
1 msk sykur
1 msk sítrónusafi

Afhýðið kíwí, sneiðið og látið í matvinnsluvél.
Bætið sítrónusafa og sykri saman við.
Þessi sósa geymist ekki vel því kíwíið á það til að verða rammt.


Mangómauk
1 vel þroskað mangó
1 msk sykur
1 msk sítrónusafi

Afhýðið mangó og skerið allt aldinkjötið utan af steininum.
Látið í matvinnsluvél og maukið vel og vandlega.
Blandið sítrónusafa og sykri saman við.

Kveðja,
Tigerlily