Amma mín, sem ég kalla ömmu Nöggu er þekkt fyrir að vera með BESTU súkkulaðibitakökur í heiminum. Heima hjá mér er alltaf bakað heilt fjall af þeim, enda er alltaf verið að stelast í þær… hér kemur síðan uppskriftin af þessum ótrúlega góðim kökum. Njótið…

uppskrift:

1 bolli smjörlíki
3/4 bolli púðursykur
3/4 bollisykur
2 egg
1/2 tsk natron sem er leyst upp í 3 msk af heitu vatni
2 og 1/2 bolli hveiti
1 bolli súkkulaði
1 tsk vanilludropar

aðferð:
Smjörlíki, sykri og púðursykri er hrært mjög vel saman, síðan er eggjunum bætt út í, einu í einu í senn og hrært vel á milli. Þá er þurrefnum blandað saman við, síðan súkkulaðinu og síðast natron-vatninu. Sett með teskeið á bökunnarpappír á ofnplötu og bakað við 180° hita í 10-15 mín.

kveðja gudny89