Súkkulaði- og Baileys Brownies
(6 skammtar)

70 gr hveiti
70 gr kakó
300 gr dökkt súkkulaði
4 egg
210 gr sykur
240 gr ósaltað smjör
6 msk. Baileys

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið egg og sykur. Bætið bræddu smjöri í eggjahræruna. Bætið sigtuðu hveiti og kakói, ásamt helmingnum (3cl) af Baileys út í. Hrærið út í bræddu súkkulaði. Hellið blöndunni síðan í smurt ofnskúffuform og bakið í ca. 30 mín.

Kælið og hellið restinni af Baileys yfir kökuna.

Verði ykkur að góðu !