Ég hef alltaf alist upp við slátur og er það eitt það besta sem
ég smakka.
Ekkert er betra en fullt fat af blóðmörg og lifrapylsu,
rófustappan og kartöflumúsin, og ekki gleyma sviðasultunni.

Mér hefur fundist miður hversu lítið nútímafólk borðar af þessu
lostæti. Bæði er þetta að mörgu leiti hollt, og ef þú kannt að
taka slátur þá er það mjög ódýr matur sem endist lengi.

Hvernig væri nú að ungir foreldrar myndu reyna að kenna
börnum sínum að meta þennan íslenska þjóðrétt, ekki bara til
þess að halda hefðinni á þorranum, heldur einnig vegna þess
hve bæði fjölbreytt matarvenjan er sem og hollustan sem felst
í slátrinu og meðlæti þess.