Ég fann þessa girnilegu uppskrift á netinu og bætti henni í uppskriftabókina mína. Ákvað að deila henni með ykkur.

Fyrir 4

1 lítill laukur, hakkaður
1 gulrót, rifin
1 sellerístilkur, saxaður smátt
1 1/4 bolli heitt vatn eða kjúklingasoð
1 bolli kúskús
1 msk fersk steinselja, söxuð
1 msk saxað ferskt tímian eða 1/2 tsp þurrkað
2-3 tsk cummin
2-3 tsk kanill
1/2 tsk múskat
Ögn af negul, möluðum
Salt og nýmalaður pipar
Ristaðar furuhnetur (má sleppa)

Hitið olíu á pönnu. Setjið lauk, gulrót og sellerí út á og eldið þar til grænmetið er mjúkt, ca. 5 mínútur.
Bætið kúskús útí ásamt vatni og setjið lok á pönnuna. Takið af hitanum og látið standa í 5 mínútur. Þá er kryddinu bætt við. Saltið og piprið eftir smekk.
Hrærið í með gaffli og bætið furuhnetunum við.

Kveðja,
Tigerlily