Kaffi er ótrúlegur drykkur. Drykkur sem á sér 600 ára sögu og var í fyrstu meðhöndlað sem hressingarlyf. En við erum svo heppin að við þurfum ekki lyfseðil nú á dögum til að fá kaffi. En hvað er það versta við kaffið? Jú það er hve ótrúlega margir kunna ekki að laga það og meðhöndla eða bara hreinlega að drekka það. Það eru of margir sem drekka kaffi allan liðlangan daginn sem er synd, engin unun aðeins vani. Á öllum þeim kaffihúsum sem til eru er alls ekki gott kaffi nema á örfáum stöðum. Starfsfólkið er alls ekki ástríðufullt yfir vinnu sinni og sumstaðar er fólk svo óvant að það veit varla muninn á kaffi latte og espresso (ýkjur!). Minn uppáhaldsdrykkur er espresso. Afhverju? Því hann gefur gott trukk/vímuáhrif og bragðast æðislega, þegar vel er gert. Galdurinn er að drekka hann í einum teyg og njót eftirbragðsins, því er mikilvægt að svala drykkjarþörf áður, drekka kannski eitt glas af vatni. Við viljum ekki eyðileggja eftirbragðið af espressoinu sem er einmitt aðal málið. Í espresso er minna koffín vegna þess hve lítið vatn er í því miðað við venjulegt kaffi. Bragðið er samt sterkt og djúpt. Það erfiðasta er að fá vel lagað espresso, best er að eiga eigin espressovél og gera tilraunir. Mér finnst best að nota kaffi með sem minnstu aukabragði (berjabragði t.d.). Ég fæ mér aldrei meira en 2 espressó á dag og drekk ekkert annað kaffi. Það er hluti af því að drykkurinn sé unaður að hans sé ekki neytt í of miklu magni. Meira um espresso er að finna á heimasíðuni minni http://www.kristjanorri.com undir greinar - kaffiumræðan. Verið velkomin að senda inn spurningar um kaffi frá heimasíðunni.

Afsakið ef þetta var óskipulega uppsett, þetta var svona spuni. Þetta er mun skipulagðara á heimasíðunni minni.

Þ