Kjúklinga Quesadillas Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fór ég ekki út að borða án þess að panta þennan rétt. Mér finnst hann æði!!

3 kjúklingabringur, bein- og skinnlausar
safi úr 2 lime
3 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif, pressað
1/2 tsk salt
1/4 tsk sterk piparsósa, t.d. Tabasco
12 tortillas
salat, niðurskorið
tómatar, skornir í teninga
rifinn sterkur ostur
300 gr salsa

Blandið saman limesafa, olíu, hvítlauk, salti og piparsósu í skál (sem er ekki úr neinum málm). Bætið kjúklingnum út í og blandið vel. Látið standa í leginum í 1 klst við stofuhita eða geyma í kæli yfir nótt. Staflið tortillunum og setjið í álpappír.

Grillið kjúklinginn í ca 15-20 mínútur. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn á að skera hann í ræmur. Setjið tortillurnar í álpappírnum á grillið - snúið tvisvar til þrisvar.

Setjið 1/12 af kálinu á hverja tortillu, síðan kjúkling, lag af ost og tómötum þar ofan á. Setjið salsasósu ofan á alla saman. Rúllið síðan upp.

Kveðja,
Tigerlily