Bláberjakjúklingur 1/2 tsk Cajun-krydd (eða meira; eftir smekk)
4 kjúklingabringur, skinn- og beinlausar
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 meðalstór laukur, smátt skorinn
2 tsk ólífuolía
1/3 bolli rauðvín
300 gr bláber
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1/4 tsk salt (má sleppa)

Kryddið bringurnar með Cajun-kryddinu. Brúnið í olíunni uns þær eru næstum eldaðar í gegn, u.þ.b. 7-10 mínútur. Ef bringurnar eru þykkar er gott að steikja þær í 3-4 mínútur í viðbót. Fjarlægið þá bringurnar af pönnunni og haldið þeim heitum.
Á sömu pönnu eru svo hvítlaukurinn og laukurinn steiktir uns þeir eru glærir. Bætið þá rauðvíni við og sjóðið niður þangað til mestur vökvinn er gufaður upp. Bætið þá við bláberjum, sítrónuberki og salti. Sjóðið í 5 mínútur. Ef berin eru frosin er sósan soðin uns þau eru heit í gegn.
Bragðbætið með salti og pipar. Takið af hitanum og látið standa í 5 mínútur áður en þetta er borið fram.
Ausið yfir bringurnar og berið fram.

Handa 4

Kveðja, Tigerlily