Einn enn einfaldur sem ég fann :)

1 kg humar í skel
1 askja hvítlauksostur
1 peli rjómi
hvítlaukssalt eftir smekk

Humar soðinn og skelflettur. Ostur og rjómi hitað á pönnu, humarinn settur út í og kryddað.
Borið fram með ristuðu brauði.


Svo ætla ég líka að deila með ykkur sniðugu rækjugumsi :)

200 gr rækjur
1/2 dós ananas
1/2 dós sýrður rjómi 10%
4-6 brauðsneiðar skornar í teninga

Sýrður rjómi, ananassafinn og smá sítrónusafi er allt hrært saman. Síðan er öllu blandað saman í skál og stráð yfir dilli og papriku.

Enjoy!
Kveðja simaskra