Bocuse d'Or 2003
Keppnin er að vanda haldin í Lyon Frakklandi og er þetta í 9. skipti sem keppnin er haldin en hún er liður í risastórri sýningu sem haldin er í Lyon á sama tíma.
Björgvin Mýrdal er fulltrúi Íslands. Hann útskrifaðist frá Veitingastaðnum Perlunni og vann keppnina um matreiðslumann ársins árið 2000. Björgvin hefur einnig náð þeim árangri að vinna til bronzverðlauna í keppninni um matreiðslumann Norðurlanda. Björgvin tók þátt í öllum undirbúninnum þegar Sturla Birgisson tók þátt í Bocuse d'Or árið 1999.

Björgvin starfar nú á Grillinu, Radisson SAS Hótel Sögu.


Nýjar reglur fyrir Bocuse d'Or 2003
Undanfarið hefur verið veitt afsteypa úr hnífapörum í verðlaun og kallast “Cesar” stytta en nú verður breiting þar á og veitt verða verðlaun sem svipa nokkuð til Óskarssins en eins og sjá má er um styttu af að ræða sjálfum Paul Bocuse sem stendur á heiminum ávallt jafn stoltur.
Nú skal framreiða réttina á fati sem fulltrúi hvers lands fyrir sig skaffar og skal það ekki vera stærri en 1x1m. 1 skammt skal framreiða á hvítum disk sem keppnishaldari útvegar og er hann hugsaður fyrir myndatöku.

Nú verða gefin mest 60 stig 20 fyrir fiskin 20 fyrir kjötið og 20 fyrir framsetningu.

Nokkrum reglum hefur verið breitt og nú síðast var bætt við 2 keppendum þannig að keppendur verða í heild 24.
Frakkar fá að keppa þrátt fyrir að hafa unnið síðast en reglurnar voru á þann veg að það land sem vann titilinn fékk ekki keppnisrétt næsta skipti.

Hráefnið í Bocuse d'Or 2003
Þetta árið verður það Nautalund og nautahalar með þrem tegundum af meðlæti annarsvegar og sjóbirtingur, einnig með þrem tegundum af meðlæti, elda þarf 13 skammta og ættu matreiðslumenn að notast við sínar hefðir í matreiðslu og kynna þannig land sitt. keppendur hafa 5 tíma til að skila af sér fiskréttinum og 35 mínotum síðar skal kjötréttinum skilað. Sjóbirtingurinn verður að Norskum uppruna í Bocuse d'Or en það þykir gríðarleg viðurkenning að geta komið sínu hráefni að í svo sterkri keppni sem Bocuse d'Or er. Ísland reyndi að koma lambinu sínu að þegar Hákon Már Örvarsson tók þátt en það gekk ekki eftir, lambið skyldi vera Franskt.

Dómarar:
Í fyrra ver það Sturla Birgisson sem hlaut þann heiður að dæma fiskréttina en hann hlaut 5 sæti í keppninni 1999 sem þykir gríðar góður árangur og var það í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppanda til leiks. Brátt kemur í ljós hver dæmir fyrir Íslands hönd.