Pangrattato er frábært. Það er í rauninni brauðmylsna steikt eða ristuð í hvítlauksolíu. Á Ítalíu var hún einu sinni notuð í stað parmaosts sem sumir höfðu ekki efni á að nota. Maturinn verður stökkur of fær fína áferð og, ef rétt er farið að, frábært smekk.
———————————————– ——————-
Handa 4

450g þurrkað spaghettí, það bet-sta fáanlega
6 matskeiðir fín jómfrúar-olía
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
16 ansjósuflök
safi úr 2 sítrónum
2 litlir þurrkaðir rauðir piparbelgir, muldir


í pangrattato

8 matskeiðir ólifolía
1 hvítlauksgeiri, sneiddur
vænn hnefi af nýju timjani, blöðin tínd af
200g gróf brauðmylsna
salt og nýmalaður svartur pipar
—————————————————– ————-
Búið fyrst til pangrattato. Setjið ólífolíuna í heitan pott með þykkum botni. Bætið við hvítlauk, timjani og brauðmylsnu. Steikið og hrærið í þar til brauðmylsnan verður gullbrún og mjög stökk. Saltið og piprið og setjið mylsnuna á eldhúspappír.
Setjið spaghettíið í sjóðandi saltað vatn og sjóðið þar til það er “al dente”. Setjið á meðan olíu og hvítlauk í pott og hitið varlega. Setjið ansjósuflök ofan á hvítlaukinn þegar hann fer að mýkjast. Eftir mínútu fara þau að bráðna. Kreistið sítrónusafann út í og stráið þurrkaða belgpiparinum út í. Hellið af spaghettíinu og blandið því saman við sósuna. Bragðið á pastanu, það þarf kannski að bæta við ögn af sítrónusafa, salti eða pipar. Berið rétinn fram strax, með vel útilátnum skammti af pangrattato ofan á