Lítill smáréttur sem mér leist mjög vel á, endilega prófa og segja mér frá.

Handa 6-8

6 meðalstórir smokkfiskar, slægðir og hreinsaðir
400g dós kíkertur eða 170g þurrkaðar, lagðar í bleyti og soðnar mjúkar
lítill biti af nýjum engifer, afhýddur og sneiddur þunnt
4 skvettur af fínni jómfrúr-ólifolíu
safi úr 2 sítrónum
2 nýir rauðir piparbelgir, fræin tekin burt, snieddir þunnt
salt og nýmalaður svartur pipar
hnefi af nýrri sléttblaða steinselju, söxuð smátt
hnefi af nýrri kóríander, rifið sundur
———————————————– ——————-

Best er að biðja fisksalann að hreinsa smokkfiskinn og skera í hann rákir þvers og kruss. Þá kemst kryddlögurinn vel að. Steikið smokkfiskinn á grillpönnu eða glóðið hann á útigrilli svo hann fái sviðnar rákir. Það ætti að taka mínútu fyrir kápuna og heldur lengri tíma fyrir armana. Skerið kápuna í 3 eða 4 bita en hafið armana heila. Setjið allt hitt nema kryddjurtinar í skál. Setjið smokkfiskinn út í meðan hann er heitur og blandið vel. Bætið kryddjurtunum við rétt áður en rétturinn er borinn fram og kryddið með salti og pipar ef þess þarf.