Spariréttur fyrir fjóra, mmmm…


1 stór kjúklingur
½ tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar
60 gr smjör
10 frönsk græn epli (1,5-2 kg) (eplin eiga ekki að vera sæt)
1 ½ dl rjómi
2 dl koníak, hvítvín, eplasafi eða vatn með hænsnateningi)

Þvoið og þerrið fuglinn og stráið salti og pipar innan í hann. Bindið hann upp með ólituðu bómullargarni og fæturnar saman.
Helmingurinn af elpunum er afhýddur og skorinn í þunna báta, sem brúnaðir eru létt í hluta af smjörinu. Látnir í eldfastmót. Þá er því sem eftir er af smjörinu bætt á pönnuna og fuglinn brúnaður vel á öllum hliðum. Bómullarþráðurinn klipptur burt og fuglinn lagður ofan á eplin.
Dálitlu af smjörinu hellt af pönnunni og 1 dl af víni hellt á hana. Hitða svo að allur krafturinn sjóði af pönnunni. Hellt yfir fuglinn ásamt rjómanum. Mótinu lokað og sett í 200°C heitan ofn og bakað í um ½ klst.
Það sem eftir er af eplunum afhýtt og skorið í stærri báta sem látnir eru kringum fuglinn í mótinu og bakað áfram í ½ klst.
Rétt áður en bera á matinn fram er því sem eftir var af víninu hellt yfir. Borið fram í mótinu með baquette.

Það ræst af víninu sem notað er hvernig rétturinn bragðast og ég mæli með koníaki.


Baquette (6 stk)

1 kg hveiti
125 gr kartöflumjöl
1 bréf þurrger
2 ½ tsk. salt
2 ½ tsk. sykur
8 dl volgt vatn

Blandið öllum þurrefnunum saman, bætið vatninu út í og hrærið saman. Hnoðið deigið í 5-10 mín. Setið það í olíuborna skál og lokið henni með plastfilmu eða notið hnoðskál með loki. Látið lyfta sér í um 1 klst. (Ef að notuð er hnoðskál með loki er hægt að stytta tímann með því að setja skálina í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinum.)
Takið deigið og hnoðið það létt á hveitistráðu borði. Skiptið því í 6 jafna hluta og fletjið hvern hluta út í c.a. 35x15 sm langa köku, rúllið upp og setjið á pökunarplötu sem klædd er bökunarpappír, samskeytin niður. Setið þrjár lengjur á hverja plötu. Skerið 3-4 raufar á ská þvert yfir brauðin. Þeytið egg með smá salti og pensið brauðin með því. Látið hefast í um 30 mín.
Bakað í 220°C í 22-25 mín.

Ef að þið viljið hafa brauðin mýkri setið form með heitu vatni í botninn á ofninum við baksturinn.
Kveðja simaskra