Gott í saumaklúbbinn.

250g. ferskir sveppir
1 lítill blaðlaukur
200g. rjómaostur
sinnep með grænum piparkornum (eða annað e. smekk)
örlítið salt og svartur pipar
frystar smjördeigsplötur

Þýðið smjördeigsplöturnar og fletjið þær út. Steikið sveppina og blaðlaukinn, kryddið með salti og pipar. Rjómaostinum blandað saman við grænmetið og smakkað til með sinnepinu. Jafnið maukinu á deigið, leggið aðra plötu yfir og skerið rákir í þá plötu. Lokið köntunum vel með gaffli. Bakið við 225°c í 8 mín.
Sá sem margt veit talar fátt