175 g lasagne plötur
2 meðalstórir laukar
100 g blaðlaukur
1 hvílauksgeiri (marinn)
350 g tómatar, afhýddir og sneiddir
200 g agúrkur, skornar langsum og sneiddar
100 g sveppir, skornir
100 g brokkolí
1/2 tsk basilikum
1 msk tómatkraftur
salt og svartur pipar
25 g valhnetur
450 g hrein jógúrt
2 egg
1/2 tsk kúmen
75 g rifinn ostur


Sjóðið lasagne plöturnar í söltu vatni í 15 mínútur, kælið og þurrkið þær. Kraumið laukinn, blaðlaukinn, sveppina, hvítlaukinn og brokkolíið í 1 msk olíu og setjið síðan tómatana og helminginn af agúrkunum út í og látið krauma þar til tómatarnir byrja að verða mjúkir.
Setjið basiliku og tómatmauk út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
Smyrjið eldfast mót og leggið lasagne plöturnar og grænmetið í lögum í skálina og endið á lasagne plötum.
Þeytið jógúrtið saman við eggin og setjið ost og kúmen út í. Hellið þessari blöndu yfir réttinn og setjið afganginn af agúrkunum ofan á.
Penslið með olíu og bakið við 200°C í 40 mínútur, eða þar til rétturinn er soðinn.

Virkilega góður réttur, en er svolítil fyrirhöfn. En náttúrulega ekki fyrir þá sem finnst gaman að elda ;) Segið mér hvað ykkur finnst :)