Jæja þá ákvað ég að reyna að skrifa enn eina uppskriftina upp sem ég nota soldið sjálf.

Steikt Ýsa með osti.

Veljið frekar þykkan bita af flakinu, mér finnst best að nota efsta hlutann af flakinu, skerið svona eins og lítinn vasa inn í flakið og setjið ostsneið og jafnvel smá skinku inní vasann, veltið svo flakinu uppúr mjólk og hveiti.

Steikt á pönnu við frekar vægan hita (stilli á 2 á eldavélinni hjá mér) kryddað með smá salt og sítrónupipar.

Gott er að bera þetta fram með Hollandais sósu soðnum kartöflum og fersku grænmetissalati.

Salat sem ég bý til til að hafa með fisk bragðbæti ég yfirleitt með appelsínusafa og appelsínubitum það gefur smá svona ferskt bragð með fiskinum.

Magn af fiski sem steikt er fer eftir hvað margir eiga að vera í mat ég miða við svona 1 og hálfan til 2 bita á mann.

Þetta er rosalega góð tilbreiting frá grillmatnum sem fer að víkja núna þegar sumarið er að verða búið.

Verði ykkur að góðu :)