Þetta er rosalega góður eftirréttur, en hann er sparidesert..því hann er algjör sykurbomba…

Í þennan rétt þarf:

1 eldfast mót,
1 stór poki nóakropp,
1 púðursykursmarengsbotn,
Hálfur líter Vanillu ís,
Hálfur líter rjómi,
4 kókosbollur,
1 box jarðaber,

Takið eldfast mót og setjið Nóakropp á botninn, setjið vanillu ís yfir Nóakroppið. Myljið maregnsbotninn yfir ísinn og skerið kókosbollurnar í tvennt og leggjið þær yfir marengsinn, þeytið rjómann og setjið yfir kókosbollurnar og skreytið með jarðaberjum, einnig hægt að skreyta með bláberjum, kiwi o.fl.
Frystið svo réttinn, og svo er bara hægt að geyma þetta..þetta er best frosið..

Mmmm…þetta er ýkt gott..

Takk fyrir mig og um að gera að prufa þennan eftirrétt.