Hér ein margra múffuuppskrifta sem ég á í fórum mínum.

Banana-súkkulaði-pekanhnetumúffur

300g. bananar, vel þroskaðir
50g. pekanhnetur
50g. suðusúkkulaði
250g. hveiti
100g. hrásykur eða ljós púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. kanell
1/4 tsk. engifer
75g. smjör, lint
1 egg
100g. skyr (1/2 dós)

Ofninn hitaður í 180°c. Bananarnir stappaðir í mauk, gjarna í matvinnsluvél. Hneturnar grófsaxaðar og súkkulaðið einnig. Hveiti, sykur, lyftiduft, matarsódi, krydd, smjör, egg, skyr og bananamauk hrært saman (ekki hræra meira en þarf) og að lokum er hnetum og súkkulaði blandað saman við. Skipt í múffuform og bakað í um 15 mínútur, eða þar til múffurnar hafa tekið góðan lit og prjónn sem stungið er í eina þeirra kemur hreinn út. Látnar kólna á grind.
Sá sem margt veit talar fátt