Þessi eftirréttur er mjög góður. Hef reyndar ekki gert hann sjálf en mér er sagt að hann sé mjög einfaldur og fljótlegur. Hér kemur uppskriftin:

100g. rúsínur
100g. döðlur
100g. möndlur
1/2 dl. sérrí
1/2 dl. vatn
2 stór epli
4 msk. sykur
4 bollar Kellogg's kornflögur
4 msk. hveitiklíð
4 msk. púðursykur
100g. brytjað suðusúkkulaði

Blandið rúsínum, döðlum, möndlum, eplum, sérríi og vatni saman og setjið í eldfast mót. Hrærið þurrefnunum saman og setjið ofan á. Bakið við 180°C í 20 mín. Berið fram með ís.

Verði ykkur að góðu!
Sá sem margt veit talar fátt