Ein góð í viðbót ;)

Deig
5 dl hveiti
200 g smjör (kalt)
1,25 dl kalt vatn

Myljið saman hveiti og smjöri í matvinnsluvél. Bætið köldu vatninu út í. Ath. ekki hræra of lengi, hætta um leið og deigið myndar kúlu í skálinni.
Gott að kæla í ísskáp í c.a. 1 klst. en það er ekki nauðsynlegt ef mikið liggur á.

Fylling
200 g skinka (gott að nota Ali strimla)
2-3 msk smjör
2 dl heitt soð (einn teningur)
1-2 dl rjómi, má nota mjólk eða kaffirjóma
2-3 msk parmesan
2-3 eggjarauður

500 g spergilkál
3-4 msk parmesan til að strá yfir deigið
Sjóðið spergilkálið í 5-10 mín. eða þar til meyrt eða skv. leiðbeiningum á pakka ef þið notið frosið kál. Hellið á sigtið og látið kólna aðeins.

Bræðið smjörið í potti og hitið skinkuna í því. Bætið hveitinu út í og blaðið öllu saman. Þynnið út með soðinu og rjómanum. Setið því næst parmesan ostinn út í takið af hitanum og bætið að lokum eggjarauðunum saman við.

Takið 2/3 af deiginu og fletið það út í hring og klæðið vel 30 sm smurt smelluform eða pædisk með því. Pikkið botninn með gafli og stráið 3-4 msk. af parmesan yfir. Dreifið spergilkálinu þar ofan á og hyljið síðan með sósunni.

Fletjið afganginn af deginu út, skerið í ræmur og leggið ofan á bökuna. Penslið með hrærðu eggi.

Bakið við 220-230 °C í 30-35 mín. á neðstu eða næst neðstu rim.

Gott að hafa hrísgrjón og hrásalat með fetaosti með.
Kveðja simaskra