Nautalundir með sveppum

200 g nautalundir á mann
ferskir sveppir, sneiddir
ólífuolía
rjómi
3 tsk gorganzola ostur á hver 200 g
2 tsk rjómaostur á hver 200 g
svartur pipar

Steikið sneidda sveppina í ólífuolíu á vel heitri pönnu. Látið síðan kjötið á pönnuna með svepp-unum og steikið eftir smekk. Hellið rjómanum yfir kjötið þegar það er tilbúið og bætið svo ostunum útí og látið þá bráðna. Piprið síðan eftir smekk hvers og eins.


Kartöflusneiðar með sveppum

700 g kartöflusneiðar
1 skalotlaukur, smátt saxaður
½ blaðlaukur, smátt saxaður
1 msk. olía
1 dl vatn
2 hvítlauksrif
1 dl kaffirjómi
1 grænmetisteningur
½ tsk. jurtasalt
½ tsk. svartur pipar
1 tsk. oregano
100 g sveppaostur
100 g sveppir, skornir í sneiðar
160 g rifinn ostur

Léttsteikið lauk og blaðlauk í olíu við vægan hita þar til leukurinn er orðinn mjúkur. Bætið sveppum saman við og steikið áfram þar til sveppirnir verða gullnir. Hrærið vatni, kaffirjóma, teningi og kryddi saman við, ásamt sveppaosti, og sjóðið við vægan hita uns osturinn er bráðnaður. Hellið blöndunni yfir kartöfluskífurnar í bakkanum og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni við 200°C hita í 45 mín. Berið fram sem meðlæti með kjöt- eða fiskréttum.


Auðveld súkkulaðimousse f. 4-6

125 g súkkulaði, vel saxað
2 msk vatn, sterkt svart kaffi, koníak eða romm
15 g ósaltað smjör, við stofuhita
4 stór egg, skilin

Bræðið súkkulaðið og vatnið (eða hitt) yfir vatnsbaði. Fjarlægið af hitanum og hrærið smjörinu varlega saman við. Látið kólna í mínútu og hrærið þá eggjarauðurnar varlega saman við, einni í hvert sinn. Setjið hvíturnar í skál og þeytið þar til stífir tindar myndast. Blandið um 1 msk í súkkulaðiblönduna til að mýkja hana. Blandið (eins og marengs) afganginum af hvítunum saman við í 3 skömmtum þar til blandan er vel blönduð. Setjið í (gler)skál, kaffibolla, koníaksglös, kampavínsglös eða ísskálar. Kælið í minnst 2 tíma. Best innan 12 tíma.
Just ask yourself: WWCD!