Þennan rétt fann ég í bók sem að kvenfélag norður í landi gaf út meðal sveitunganna. Rétturinn er stórgóður, endilega prófið.


Campell’s brauðréttur

4-6 franskbrauðsneiðar
6-8 sneiðar beikon
1 laukur
100 gr ferskir sveppir
1 lítil dós ananaskurl
½ tsk paprikuduft
1 dós Campell’s ham and chees
2 dl rifinn ostur

Eldfast mót er smurt og brauðið raðað á botninn.
Beikon, laukur og sveppir steikt.
Ananaskurl dreift yfir brauðið.
Paprikuduft stráð þar yfir.
Blandið saman súpu, beikoni, lauk og sveppum og hellið yfir ananaskurlið.
Rifnum osti stráð yfir.
Bakað við 180°C í 15-20 mín.
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín