Um daginn fór ég í grill til tengdaforeldra minna og fékk ég æðislegan eftirrétt. Ég er ekkert allt of hrifin af makkarónukökum en þessi fannst mér góður. Algjört sælgæti. Ég fékk uppskriftina hjá tengdó og langar mig að deila henni með ykkur.

200g. makkarónukökur
1 dl. serrí eða líkkjör að eigin vali
1 dl. perusafi
1 dós perur (400 gr)
100g. konfektmarsipan
100g. suðusúkkulaði eða konfekt
2 1/2 dl. rjómi.

Myljið makkarónukökurnar í skál sem þolir frost og hellið serrí/líkkjör og perusafa yfir, takið frá hálfa peru til skrauts, skerið afgangin af perunum í bita, saxið súkkulaðið/konfektið og marsipanið og setjið þetta allt yfir makkarónukökurnar. Setjið þeyttan rjómann þar ofan á. Frystið í sólarhring. Skreytið með perunni og súkkulaði.
Sá sem margt veit talar fátt