Salsafiskur í formi
Fyrir 4

700 g ýsuflök
salt og chílepipar
olía
1 laukur
1 lítil dós salsa (styrkur eftir smekk)
1 dós sýrður rjómi
150 g rifinn cheddarostur
100 g muldar nachosflögur

Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast form. Kryddið með salti og chilepipar. Saxið laukinn og mýkið hann í olíu eða smjöri á pönnu. Dreifið lauknum yfir fiskinn. Hrærið saman salsa og sýrðum rjóma og þekið fiskinn með sósunni. Setjið rifinn ost yfir og stráið muldum flögum að lokum yfir. Bakið í 20 mínútur við 180 gráður. Berið fram með hrísgrjónum

Uppskriftin er frábær en því miður ekki mín :( Ég er meira fyrir alls konar prufur en gleymi alltof oft hvað ég nota og er því ekki hæft að nota sem uppskrift.
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín