Sumarsaltfiskur frá Ekta fiski

400 g sérútvatnaður saltfiskur
frá Ekta fiski
40 ml matarolía eða ólífuolía
1 laukur
1 lítil dós tómatar
200 g hráar afhýddar kartöflur
2 geirar hvítlaukur
100 g hrísgrjón
2 msk söxuð steinselja
salt og pipar eftir smekk
1 dl barbecue sósa eða sæt tómatsósa
1 dl rjómi
160 g rifinn ostur

Saltfiskurinn er soðinn og kældur. Á meðan fiskurinn sýður eru 100 g af hrísgrjónum, 2 dl af vatni, smá salt og örlítið af pipar ásamt 15g af smjöri soðið í 20 mín. Kartöflurnar, laukurinn og tómatarnir (án safa) er saxað frekar gróft og látið krauma í heitri olíu á pönnu. Kryddað með hvítlauk, salti, pipar og steinselju. Hrísgrjónin sett í eldfast mót, fiskurinn settur ofan á og síðan kartöflur, laukur og tómatar. Barbecuesósu, tómatsafa og rjóma er blandað saman og hellt yfir. Rifnum osti svo stráð yfir. Bakað í ofni við ca 170° C í 30 mín.

Verði ykkur að góðu!