Fyrir mörgum vill það vefjast að taka sig til og elda góðan mat fyrir elskuna sína. Strákar við ykkur segi ég bara eitt. Ef þið eruð ekki vanir að elda, þá er viðleitnin metin tvöfalt frá konum ykkar.

Það sem mig langar til að kenna ykkur að gera er einfalt,bagðgott og hittir yfirleitt í mark…þeas ef ég gef mér það að öllum þyki svínakjöt.

Nauðsynleg hráefni:
Ein stór svínalund
Piparostur
Góð kryddblanda (eða svartur pipar og sítrónu pipar)
Sveppir

Byrjið á að skera allar sýnilegar sinar burt. Takið svo beittan hníf með mjóu blaði og stingið gat á lundina eftir endilöngu. Þannig að gatið byrji og endi ca 5 sentimetrum frá báðum endum. Ef gatið er lítið þá má nota fingurnar til að víkka það.

Rífið piparostinn og skerið sveppina í fjóra hluta. Fyllið svo lundina með osti og sveppum. Til að loka lundinni, takið þá endana og stingið þeim í götin, til að halda þeim má nota tannstöngla.

Rúllið lundinni upp úr piparplöndu og steikið við miðlungshita í ca 15 mínutur eða þar til hún er gengumsteikt. Munið að snúa henni að öðru hvoru til að brenna hana ekki ;)

Gott er að bera þetta fram með fersku salati og góðri sveppasósu, en sú uppskrift er efni í aðra grein.

Athugið að í staðinn fyrir svínalundir þá má nota lamblundir eða jafnvel kjúklingabringur. Bæði kemur mjög vel út.

Bestu kveðjur,
Kjartan
Kjartan