Pastasalat með fersku grænmeti fyrir 6.

Salat
ca 500 gr pasta, soðið, sigtað og kælt, ca 2 msk olia sett yfir pastað og hrært til að það festist ekki saman.

1/2 haus iceberg skorið í strimla
2-3 gulrætur rifin
1/2 agurka skorin í strimla
2-3 tómatar skornir í litla báta
1/2 rauðlaukur skorinn í sneiðar
1/2 purrulaukur skorinn í sneiðar
allt sett í skál og hrært saman.

Hvítlaukssmjör

1/2 dós smjörvi mjúkur
2 tsk marinn hvítlaukur
smá salt eftir smekk
hrært vel saman

gott að setja smjörið inní parísarbrauð með því að rista brauðið eftir endilöngu og smyrja inní, og hita svo brauðið í ofni þangað til smjörið fer að bráðna inní brauðið, einnig er hægt að smyrja venjulegt brauð og hita aðeins í ofni.

Pastasalatið er borið fram með uppáhalds dressingunni ykkar og heitu hvítlauksbrauði.