Þessi súpa slær alltaf í gegn, það er bara þannig. Frábær, hollur og ódýr matur og algjör snilld sem aðalréttur í veislum. Þessi skammtur er fyrir ca. 4-6.

Eins og þið sjáið þá hef ég breytt uppskriftinni töluvert eftir að ég komst yfir hana en það er bara smekksatriði hvað hver og einn gerir. Mæli samt ekki með því að sleppa rjómaostinum eða chili sósunni, annað er umsemjanlegt :)


Hráefni:
2 kjúklingabringur,  skornar í bita og steiktar, kryddaðar með pipar og paprikukryddi. (Auðvitað má nota annað og meira krydd, bara eftir smekk).
½ blaðlaukur (ég borða ekki lauk og er með óþol fyrir honum svo ég nota laukduft)
1 rauð paprika eða sambærilegt magn af  öðru grænmeti, t.d. sveppir eða gulrætur (mér finnst best að nota sveppi og blómkál).
(1-2 hvítlauksrif) (Ég nota oft bara hvítlauksduft...ef ég kaupi ferskan hvítlauk þá skemmist hann alltaf bara hjá mér).
1 msk. olía
1 lítri vatn
1 dós saxaðir tómatar
5-6 msk. sweet chili sósa (má vera minna eða meira eftir smekk, mæli með að smakka súpuna til þegar þessi sósa er sett útí).
3 msk. tómatpúrra (1 lítil dós...)
1 kjúklingateningur
2 msk. rjómaostur m. sólþ. tómötum
 
Aðferð
Skv. uppskriftinni: Byrjið á að steikja kjúklinginn og geyma hanns vo steiktan. Laukur og paprika er skorið niður og steikt í olíunni. Vatni, tening og öðrum hráefnum bætt í (ekki kjúklingnum) og látið malla svolitla stund. Kjúklingabitarnir fara svo saman við síðast og hitað vel. Borið fram með sýrðum rjóma, nachos flögum og rifnum  osti.

My version: Persónulega finnst mér best að steikja lauk og hvítlauk í olíu (ef ég nota lauk nota ég samt mjög lítið af honum), bæta svo vatni, teningi, tómötum og tómatpúrru og nota svo töfrasprotann á það! Ég hef oft eldað þessa súpu ofan í hóp af unglingum og þau verða mun minna tortryggin ef það er sem minnst af bitum í súpunni :) Ef maður notar töfrasprotann til að mixa þetta allt saman verður súpan líka mikið fallegri og girnilegri. Svo þegar það er komið bæti ég við grænmeti (sveppum, blómkáli, spergilkáli...) og öðrum hráefnum (sweet chili og rjómaosti) og læt malla í góðan tíma, kannski 10-15 mín (þið finnið þegar grænmetið er orðið eldað).
Svo ber ég þetta fram með appelsínugulum Doritos, sýrðum rjóma og rifnum osti :) Athugið að ef þið eigið afganga af osti (litla bitann sem verður eftir þegar það er ekki lengur hægt að nota ostaskerann þegar oststykkið er að verða búið) er snilld að henda þeim inn í frysti og safna saman þar. Svo má setja afgangana í mixer og þá er kominn fínn rifinn ostur :)
Hello, is there anybody in there?