Ég gerði þessa súpu í raun óvart þegar ég var að reyna að apa uppskrift eftir konunni minni sem var í prófum þá, en leiðbeiningarnar fékk ég að hluta frá börnunum sem hafði fundist þetta svo gott hjá henni.

Við erum fjögur í fjölskyldu og þetta dugir í tvö kvöld ef við ristum brauð með... þetta eins og svo margt annað er betra þegar þegar það er hitað upp.
 
Here goes...

Í stórann pott:

2x dósir diced tomatoes

2x dósir kjúklingabaunir
5-6 kartöflur (ok ef 1/2 til 1 sæt) skornar í 4-6 hluta (sæta kartaflan í þá smærri bita).
+ Allt grænmeti sem þú átt og týmir saxað niður í stóra bita.

Mikið af chilli (best ef grinderinn er skrúfaður af "Jamie Olover Smoked Chilli pepper blend"
Mikið af karrý (gaman að breyta um tegundir ef þið eigið einhverar t.d. þessar í blikkdósunum úr Krónunni)
Má spike-a með svörtum pipar ef cilli er ekki til. (grófmalað)

Sett í stórann pott og vatni bætt í þar til það rétt nær að bleyta efsta grænmetið í pottinum.

Látið malla þar til allt er orðið þægilega mjúkt (fer eftir smekk).

Setjið í skál (þetta er ekki súpa) en verður súpulegt þegar kotasælan bætist við eð amjólkin hjá krökkunum.


Fullorðnir = nota góða slettu af kotasælu ofaná.

Krakkar = nýmjólk (verður smá súpulegt)


**** Hvað ég mæli með að setja í þetta***

Ef hent í þetta engifer = OK (saxað smátt)
Blómkál = gott (stóra bita)
Baby korn = -_- (börnin mín elska það)
Hvíta man ekki hvað heitir "asískt" = -_- (börnin mín elska það)
Gulrætur = "must" (mikið, skáskorið í c.a. 2mm þykkar sneiðar)
Papríka = -_- (set bara ef ég er að klára 1/2 sem er til inní ísskáp..=
Broccolí = -_- )kaupi stundum lítinn broccoli og blómkál saman í þetta)
Laukur = "must" ekki skera í smátt heldur hvern hring í fernt c.a.
Hvítlaukur = -_- (ekki minn stíll en konan vil hafa hann með, segir að hann geri gæfumuninn (sleppi honum þegar hún er ekki heima)

Ef einhver prófar þetta og dettur e-h sniðugt í hug í viðbót þá er hann/hún skuldbundinn að bæta því við hér svo maður geti sjálfur prófað...

+ þetta á heima í hitabrúsa og með uppá jökul...ef þið hafið tækifæri til...